Hoppa yfir valmynd
27. mars 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

177 milljónum kr. úthlutað til menningarstarfs úr safnasjóði

  - myndJón Steinar Ragnarsson / Síldarminjasafn Íslands

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur, að fenginni umsögn safnaráðs, úthlutað styrkjum úr safnasjóði að upphæð 177,2 milljónum kr. fyrir árið 2020.

Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna og getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna, samstarfsverkefni slíkra safna og önnur verkefni.

Að þessu sinni voru veittir 111 styrkir til eins árs að heildarupphæð 139,5 milljónir kr. til 48 safna og til viðbótar öndvegisstyrkir að upphæð 37,7 milljónir kr. til 13 safna. Öndvegisstyrkir eru styrkir til 2-3 ára sem viðurkennd söfn geta sótt um til stærri skilgreindra verkefna.

Öndvegisstyrki hlutu að þessu sinni:

Safn Verkefni Upphæð

 

Borgarsögusafn Reykjavíkur

 

Tökum höndum saman – samstarf Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur í þeim tilgangi að ná til ólíkra hópa í samfélaginu.

 

1.200.000 kr.

Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka

Innra starf Byggðasafns Árnesinga flutt úr Hafnarbrú 3 í Búðarstíg 22

2.000.000 kr.

Byggðasafn Borgarfjarðar

Hlúð að eldri safnkosti og miðlun hans.

2.000.000 kr.

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið

Ný grunnsýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla

2.000.000 kr.

Byggðasafnið í Skógum

Safnkostur í geymslum Skógasafns. Skráning og varðveisla.

4.000.000 kr.

Gerðarsafn - Listasafn Kópavogs

Fræðslustarf í Gerðarsafni - unnið í samræmi við Barnasáttmála og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

3.000.000 kr.

Hafnarborg í Hafnarfirði

Samstarf um safnfræðslu - stefnumótun og innleiðing

4.000.000 kr.

Hvalasafnið á Húsavík

Heildræn sýningarhönnun til framtíðar

5.000.000 kr.

Listasafnið á Akureyri

Sköpun bernskunnar, sýningar og hagnýtt safnfræðsluverkefni

1.500.000 kr.

Minjasafn Egils  Ólafssonar að Hnjóti

Bjargið, landið, víkurnar og verin

2.500.000 kr.

Minjasafnið á Akureyri

Hvernig borðar maður fíl? Skráning gripa og ljósmynda í Sarp.

3.000.000 kr.

Sauðfjársetur á Ströndum

Menningararfur í ljósmyndum

2.500.000 kr.

Síldarminjasafn Íslands á Sigufirði

Salthúsið: Ný grunnsýning og varðveisla safnkosts til framtíðar

5.000.000 kr.


Nánari upplýsingar um úthlutunina má finna á vef safnaráðs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta