Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2020 Matvælaráðuneytið

Afladagbókum skilað rafrænt frá næstu fiskveiðiáramótum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um rafræn skil á afladagbókum. Með reglugerðinni verður skylt frá og með næstu fiskveiðiáramótum að skila aflaupplýsingum með rafrænum hætti, annað hvort með því að skila í gegnum ra­f­ræna afla­dag­bók eða í gegnum smá­for­rit sem Fiskistofa hefur verið að þróa.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Með því að taka upp rafræna aflaskráningu erum við að nýta tæknina til að einfalda skil á þessum upplýsingum en jafnframt að auka skilvirkni í samskiptum einstaklinga og fyrirtækja við stjórnvöld. Eftir þessa breytingu verður engin þörf á því að handskrá þessar upplýsingar á pappír og senda til stofnanna, heldur verður þetta nú allt framkvæmt í gegnum rafræna afladagbók eða sérstakt smáforrit. Hér er um mikið gæfuspor að ræða fyrir alla aðila.“

Með breytingunum verða allar skráningar rafrænar en óbreyttar eru reglur um það hvað skal skrá. Útgerðir bera ábyrgð á skilum og skal aflaskráningu og skilum með rafrænum hætti vera lokið áður en lagst er að bryggju að lokinni veiðiferð. Þetta gildir einnig fyrir rafræna afladagbók en áður höfðu menn allt að sex vikur til að skila henni eftir í land var komið.

Reglugerðardrögin voru kynnt á samráðsgátt stjórnvalda, dags. 23. desember 2019

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

14. Líf í vatni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta