Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2020 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisvarpið - 2. þáttur. Á heimleið: borgaraþjónustan á tímum Covid-19

Starfsmenn utanríkisþjónustunnar hafa margir hverjir unnið að heiman vegna samkomu- og útgöngutakmarkana víða í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn og aðstoðað Íslendinga að komast heim. - mynd

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur staðið í ströngu undanfarið við að aðstoða Íslendinga erlendis að komast heim vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Mörg ríki hafa lokað landamærum sínum, flugframboð hefur snarminnkað og víðtækar ferðatakmarkanir eru á heimsvísu sem gerir það að verkum að Íslendingar, eins og aðrir, eiga á hættu að verða strandaglópar.

Í öðrum þætti Utanríkisvarpsins, hlaðvarpi utanríkisþjónustunnar, er fjallað um starf borgaraþjónustunnar í miðjum heimsfaraldri. Rætt er við starfsfólk utanríkisþjónustunnar víða um heim, Íslendinga á heimleið vegna Covid-19 og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkis-og þróunarsamvinnuráðherra. Umsjónarmaður: Rún Ingvarsdóttir. Upphafsstef: Daði Birgisson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta