Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2020 Forsætisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir Evrópumót einstaklinga í skák

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 7,5 milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sinu til Skáksambands Íslands vegna Evrópumóts einstaklinga í skák sem ráðgert er að haldið verði í Reykjavík á næsta ári.

Skáksamband Evrópu fór þess á leit við Skáksamband Íslands að mótið verði í Reykjavík á næsta ári. Var sú beiðni sett fram í ljósi velgengni alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins en formleg ákvörðun um staðarval verður kynnt í maí næstkomandi. Skáksambandið hefur ákveðið að mótið verði útfært samhliða alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem yrði þannig sterkasta mótið frá upphafi. Gert er ráð fyrir að á fjórða hundrað keppendur geti tekið þátt, þar á meðal yfir 100 stórmeistarar og fremstu skákmenn Íslands.

Einnig verði haldið opið mót þar sem ungir og efnilegir skákmenn fái að tefla á sama sviði og stórmeistararnir. Þannig geti Evrópumót í Reykjavík verið lyftistöng fyrir íslenskt skáklíf og eflt áhuga hérlendis á íþróttinni, ekki síst hjá börnum og ungmennum.

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta