Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Gæðastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti

Laufey Kristjánsdóttir - mynd
Laufey Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins í maí nk. Laufey hefur starfað sem gæða- og verkefnastjóri hjá Íslandspósti frá árinu 2015 en starfaði áður sem gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri hjá verkfræðistofunni Mannviti. Hún er með MBA gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Leeds og B.Sc. í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Gæðastjóri mun m.a. annast endurskoðun á vinnulagi, verkferlum og gæðamálum, ásamt því að stýra þróun og viðhaldi á gæðakerfi ráðuneytisins. Þá stýrir gæðastjóri umbótaverkefnum og veitir sérfræðingum og stjórnendum stuðning vegna gæðamála og skipulags verkefna.

Starfið var auglýst þann 8. febrúar sl. Alls sóttu 43 um starfið, 25 konur og 18 karlar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta