Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2020 Utanríkisráðuneytið

Afmæliskveðja frá forseta Íslands

Frá Bessastöðum - myndMynd: Skrifstofa forseta Íslands

Forseti Íslands sendir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og starfsliði utanríkisþjónustunnar heillaóskir og þakkir fyrir farsæl og giftudrúg störf í tilefni af áttatíu ára afmæli þjónustunnar í dag, 10. apríl.

Forseti segir í bréfi sínu að fulltrúar utanríkisþjónustunnar hafi frá upphafi sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi og viðfangsefnin hafi verið fjölþætt. „Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála,“ segir forseti í bréfi sínu.

Í bréfinu segir forseti einnig að þótt blikur séu á lofti sé vandi okkar ekki eins ærinn og við blasti við upphaf íslensku utanríkisþjónustunnar árið 1940. „Samkennd og samstaða mun reynast vel í baráttu okkar við veiruna skæðu sem nú herjar á landsmenn og aðra. Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ segir í bréfi forseta.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, þakkar forseta hlýjar kveðjur á þessum tímamótum.

Kveðju forseta má lesa í heild sinni hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta