Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Svefnmýs lifa á afmörkuðum svæðum í Danmörku og Svíþjóð og eru friðaðar. Svefnmús er ein af um það bil 60.000 norrænum tegundum.  - myndZoë Helene/Norden.org

Norðurlandaráð auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Lífbreytileiki er þema verðlaunanna í ár. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi á Norðurlöndum, sem hefur unnið markvisst að því að auka fjölbreytileika náttúrunnar.

Allir geta sent inn tilnefningar en frestur til að skila þeim er til 13. maí næstkomandi. Hægt er að tilnefna norræna einstaklinga, fyrirtæki eða samtök sem starfa á Norðurlöndum eða eru í samstarfi við aðila utan Norðurlanda. Verkefnin þurfa jafnframt að hafa tengingu við Norðurlönd.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs vekja athygli á og styðja við áhrifaríkt framtak umhverfinu til góða. Verðlaunaféð er 350.000 danskar krónur en tilkynnt verður um verðlaunahafann í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 27. október 2020.

Hægt er að senda inn tillögur um verðlaunahafa með því að fylla út þar til gert eyðublað.

Eyðublað vegna tilnefninga til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Frétt Norðurlandaráðs þar sem óskað er eftir tilnefningum


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta