Til umsagnar: Reglugerð um heimildir til að ávísa getnaðarvarnalyfjum
Birt hafa verið til umsagnar drög að reglugerð heilbrigðisráðherra sem fjalla um heimildir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnalyfjum, um námskröfur og veitingu leyfa. Tilgangurinn með reglugerðinni er að útfæra heimild þessa efnis sem veitt var með lögum nr. 153/2018. Umsagnarfrestur er til 19. maí næstkomandi.
Helstu ákvæði reglugerðarinnar fjalla um:
- Lyf sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður mega ávísa.
- Skilyrði sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður þurfa að uppfylla til að ávísa tilteknum lyfjum.
- Námskröfur háskólanna.
- Leyfisveitingar og gjaldtöku embættis landlæknis.
- Eftirlit og viðurlög.