Forsætisráðherra ræddi við forsætisráðherra Danmerkur
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddu baráttuna gegn COVID-19 á símafundi í dag.
Meginefni fundarins voru þær efnahagslegu ráðstafanir sem ríkin hafa gripið til og horfur í efnhagsmálum. Þær voru sammála um mikilvægi norræns samstarfs, sérstaklega þegar vá steðjar að og nauðsyn þess að Norðurlöndin eigi nána samvinnu um næstu skref í baráttunni gegn faraldrinum. Smitum hefur farið fækkandi í báðum ríkjum og fyrstu áætlanir um afléttingu samkomutakmarka eru í sjónmáli og komnar til framkvæmda í Danmörku.