Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2020 Dómsmálaráðuneytið

Halla Bergþóra skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Halla Bergþóra Björnsdóttir - mynd

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Höllu Bergþóru Björnsdóttur í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 11. maí næstkomandi. Hún var valin úr hópi þriggja umsækjenda til að gegna starfinu. Halla Bergþóra var metin hæfust umsækjenda af hæfnisnefnd.

Alls sóttu fjórir um embættið, en einn þeirra, Jón HB Snorrason, dró umsókn sína til baka. Halla Bergþóra er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra frá árinu 2015. Þar áður gegndi hún embætti sýslumanns á Akranesi frá árinu 2009.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta