Hoppa yfir valmynd
11. maí 2020 Dómsmálaráðuneytið

Landamærabifreið afhent lögreglu

Dómsmálaráðherra afhenti sérbúna bifreið til landamæraefetirlits - myndJúlíus

Dómsmálaráðherra afhenti Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nýja bifreið sem sérhönnuð er til landamæraeftirlits. Bíllinn er afurð verkefnis sem Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sóttu um styrk fyrir í Innri Öryggissjóð Evrópusambandsins. Sjóðurinn fjármagnar 75% af heildarkostnaði bifreiðarinnar og ráðuneytið lagði til 25% mótframlag.

Tilkoma bifreiðarinnar er m.a. hluti af viðbrögðum við ábendingum sem gerðar voru í úttekt á þátttöku Íslands í Schengensamstarfinu. Bifreiðin er færanleg landamærastöð, henni er ætlað að stuðla að bættri framkvæmd landamæraeftirlits á höfuðborgarsvæðinu og í henni er meðal annars vegabréfaskanni sem er tengdur við Schengen-upplýsingakerfið og Interpol, auk rannsóknartækja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta