Hoppa yfir valmynd
19. maí 2020 Innviðaráðuneytið

Reglugerð sem heimilar stafræn ökuskírteini í samráðsgátt

Útgáfa stafrænna ökuskírteina verður heimiluð samkvæmt drögum að breytingum á reglugerð um ökuskírteini sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 25. maí nk. 

Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið tæknilausn í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið svo sækja megi stafræn ökuskírteini í snjallsíma. Handhafi ökuskírteinis mun þá geta sótt stafræna útgáfu í gegnum vefinn www.island.is eftir að hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum. 

Innleiðing stafrænna ökuskírteina er samstarfsverkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sem ber ábyrgð á umferðarlöggjöf og reglum um ökuskírteini, og dómsmálaráðuneytis, sem fer með málefni ríkislögreglustjóra og sýslumanna. Ríkislögreglustjóri gefur út stafrænu ökuskírteinin en sýslumenn gefa út hefðbundin prentuð skírteini í umboði ríkislögreglustjóra. 

Með breytingu á reglugerð um ökuskírteini er lagt til að útgáfa stafrænna ökuskírteina verði heimiluð, til viðbótar við hefðbundin ökuskírteini. Stafræn ökuskírteini verði þannig jafngild hefðbundnum ökuskírteinum hér á landi. Þau verða þó ekki almennt viðurkennd í öðrum ríkjum, þar sem stafræn ökuskírteini uppfylla enn ekki evrópskar kröfur skv. tilskipun nr. 2006/126/EB um ökuskírteini

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta