Hoppa yfir valmynd
22. maí 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Birting skýrslu Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum og ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Skýrsla Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum og ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu hefur verið birt ásamt svörum íslenska ríksins við henni.

Í nóvember 2019 gaf Evrópunefnd um varnir gegn pyndingum og ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT nefndin) út skýrslu vegna fimmtu reglubundnu heimsóknar nefndarinnar til Íslands, sem fram fór dagana 17. til 24. maí 2019. Dómsmálaráðuneytinu barst skýrslan hinn 20. nóvember 2019 en í kjölfarið var hún send á þær stofnanir og samtök sem nefndin ræddi við í heimsókn sinni og óskað eftir viðbrögðum þeirra, þ.e. félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, Héraðssaksóknara, Ríkissaksóknara, Fangelsismálastofnun, Útlendingastofnun, Embætti landlæknis, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Afstöðu, Geðhjálp og umboðsmann Alþingis.

Íslensk stjórnvöld leggja ríka áherslu á virka innleiðingu Evrópusamningsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og fagna því eftirliti CPT nefndarinnar. Stjórnvöld þakka nefndinni fyrir góðar ábendingar um það sem betur mætti fara þegar kemur að vernd þeirra einstaklinga sem eru frelsissviptir á Íslandi.

Sjá má skýrslu nefndarinnar og svör íslenska ríkisins sem send voru nú í maí á eftirfarandi slóðum:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta