Hoppa yfir valmynd
22. maí 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp um neyslurými samþykkt á Alþingi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneyti

Alþingi samþykkti í vikunni frumvar Svandísar Svavarsdóttur um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni. Lagabreytingin felur í sér heimild til sveitarfélaga til að koma á fót lagalega vernduðu umhverfi, neyslurými, þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna. Neyslurými byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar en í henni felst að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra ávana- og fíkniefna

Um nokkurra ára skeið hefur verið til umræðu hvort opna eigi neyslurými hér á landi en slík rými eru rekin víða um heim. Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að skaðaminnkun gagnist ekki aðeins fólki sem notar ávana- og fíkniefni, heldur einnig fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi notandans og samfélaginu í heild. Jafnframt byggist skaðaminnkun á því að viðurkennt sé að fjöldi fólks víða um heim heldur áfram að nota ávana- og fíkniefni þrátt fyrir jafnvel ýtrustu viðleitni í samfélaginu til að fyrirbyggja upphaf eða áframhaldandi notkun efnanna. Því þörf á valkosti eins og neyslurými fyrir einstaklinga sem neyta ávana- og fíkniefna í æð til að lágmarka áhættu og skaða af áframhaldandi notkun.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta