Hoppa yfir valmynd
24. maí 2020 Forsætisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Barnamenning blómstrar: 42 verkefni hljóta styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fluttu ávörp við úthlutun Barnamenningarsjóðs Íslands fyrir árið 2020. Þetta var önnur úthlutun sjóðsins sem stofnaður var í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Hlutverk hans er að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífinu. Forsætisráðherra ræddi sögu íslenskrar barnamenningar og íslensks samfélags og hve mikilvægt væri að gefa öllum börnum tækifæri til að skapa og feta ótroðnar slóðir. Mennta- og menningarmálaráðherra lagði áherslu á aðgengi allra barna að listum, menningu og skapandi starfi og fjölbreytni væri lykillinn að því.

Að þessu sinni hljóta 42 verkefni styrki sem alls nema um 92 milljónum kr. Fagráð Barnamenningarsjóðs fjallaði um þær 112 umsóknir sem bárust. Áhersla þess er meðal annars á að verkefnin mæti fjölbreyttum þörfum barna og ungmenna og í því skyni er til að mynda horft til aldurs, uppruna, færni, efnahags og búsetu. Þá tekur úthlutun sjóðsins einnig mið af áherslu núgildandi menningarstefnu á samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga.

Hér má sjá yfirlit verkefna sem hljóta styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands fyrir árið 2020.

  • Barnamenning blómstrar: 42 verkefni hljóta styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands - mynd úr myndasafni númer 1
  • Barnamenning blómstrar: 42 verkefni hljóta styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands - mynd úr myndasafni númer 2

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta