Hoppa yfir valmynd
27. maí 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Styrkir til orkuskipta í gistiskálum ferða- og útivistarfélaga

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir styrki til orkuskipta í gistiskálum. Með orkuskiptum er átt við að jarðefnaeldsneyti (olíu og/eða gasi) verði skipt út fyrir vistvænan orkugjafa í rekstri viðkomandi skála. Umsóknarfrestur er til og með 17. júní næstkomandi.

Styrkir geta numið allt að 50% af áætluðum heildarkostnaði skilgreinds verkefnis en þeir eru fjármagnaðir af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna Covid-19 farsóttarinnar.

Skilyrði styrkveitingar

Verkefni þurfa að falla að þeim tímaramma sem settur er varðandi úthlutun fjármuna af sérstöku fjárfestingaátaki, þ.e. geti hafist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið eigi síðar en 1. apríl 2021. Ef framkvæmd er leyfisskyld skulu liggja fyrir nauðsynleg leyfi vegna hennar.

Hverjir geta sótt um styrk?

Rekstraraðilar skála sem bjóða upp á gistingu fyrir almenning geta sótt um styrk. Ef rekstraraðili er annar en eigandi skála þarf að liggja fyrir heimild eiganda fyrir því verkefni sem sótt er um styrk til.

Markmið með styrkveitingu

Að stuðla að orkuskiptum og draga þar með úr notkun jarðefnaeldsneytis við almennan rekstur í skálum s.s. til upphitunar, lýsingar og eldamennsku.

Mat á umsóknum

Við val á verkefnum sem hljóta styrk verður fyrst og fremst litið til hversu mikill ávinningur er fólgin í viðkomandi verkefni hvað varðar samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis. Ekki verða veittir styrkir vegna verkefna sem þegar er lokið.

Umsókn skal fylgja:

  • Nafn og kennitala umsækjanda, staðsetning skála, nafn og kennitala eigenda ef annar en umsækjandi, netfang og sími umsækjanda og eiganda
  • Greinargóð lýsing á verkefni.
  • Ítarleg kostnaðar- og tímaáætlun verkefnis.
  • Raunhæf áætlun um þann samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis sem verkefnið mun leiða af sér.

Umsóknafrestur er til og með 17. júní 2020. Umsóknir skal senda á netfang ráðuneytisins, [email protected], eða með bréfpósti til umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta