Hoppa yfir valmynd
31. maí 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Matvælaráðuneytið

Samkomulag um Svanna – lánatryggingasjóð kvenna undirritað til næstu fjögurra ára

Svanni - lánatryggingasjóður kvenna - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi starf Svanna – lánatryggingasjóðs kvenna.

Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við konur sem eiga og reka smærri fyrirtæki, auka aðgengi kvenna að fjármagni og fjölga störfum og stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Sjóðurinn veitir ábyrgðir á lánum samkvæmt samþykktum og lánareglum hans en skilyrði er að konur séu í meirihluta í stjórn og eigendahópi fyrirtækis eða verkefnis.

Svanni – lánatryggingasjóður kvenna var fyrst stofnaður árið 1997 sem tilraunaverkefni félagsmálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Hann var starfræktur í nokkur ár, lagðist af um tíma en var endurvakinn árið 2011 og hefur verið starfræktur  nánast samfellt síðan en síðasta starfstímabili lauk í árslok 2018. Í dag eru í sjóðnum tæpar fimmtíu milljónir króna og gildir samningurinn til næstu fjögurra ára.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra:

„Samkomulag um áframhaldandi starf lánatryggingasjóðsins er liður í viðleitni stjórnvalda að styðja við atvinnusköpun kvenna og auka hlut þeirra sem eigendur og stjórnendur fyrirtækja, ekki síst á tímum þar sem nýsköpun getur skipt máli við atvinnusköpun framtíðarinnar“

Nánari upplýsingar um Svanna - lánatryggingasjóð kvenna

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
9. Nýsköpun og uppbygging
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta