Hoppa yfir valmynd
3. júní 2020 Forsætisráðuneytið

Tillaga til þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni samþykkt á Alþingi

Þingsályktunartillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021 – 2025 var samþykkt á Alþingi í dag.

Tillagan markar þau tímamót að hún felur í sér fyrstu heildstæðu stefnuna um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hér á landi. Forvarnir verða samþættar kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum og ráðist verður í umfangsmikla námsefnisgerð. Þá verður fræðslu um eðli og afleiðingar kynferðislegs og kynbundins ofbeldis og áreitni fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum og ungmennum. Áætlunin á sér stoð í alþjóðlegum skuldbindingum Íslands, meðal annars um útrýmingu ofbeldis gegn konum og börnum. Framkvæmdinni verður fylgt eftir af forsætisráðuneytinu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Samstaðan sem myndaðist á Alþingi í dag þegar tillagan var samþykkt er mikilvægur liður í að skapa samstöðu í samfélaginu. Okkar sameiginlega markmið er að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni og forvarnir eru sterkasta aflið í þeirri baráttu. Með þessi tökumst við á við þann veruleika sem #églíka eða #metoo-bylgjan afhjúpaði og byggjum inn í forvarnastefnuna skilning á eðli og afleiðingum kynferðislegs og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Sá skilningur er forsenda þess að við getum upprætt ofbeldi.”

Tillaga til þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
17. Samvinna um markmiðin
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta