Hoppa yfir valmynd
10. júní 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samningur um þróun á rafeldsneyti

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samning um rannsóknar- og þróunarverkefni um framleiðslu á rafeldsneyti og greiningu á fýsileika þess að reisa og reka rafeldsneytisverksmiðju á Grundartanga.

 

Á vegum Þróunarfélags Grundartanga ehf., og samstarfsaðila, hefur að undanförnu verið unnið að verkefni sem snýr að framleiðslu á rafeldsneyti með því að fanga kolefni úr útblæstri iðnfyrirtækja á Grundartanga, notkunar á glatvarma og nýtingu endurnýjanlegrar umframorku í raforkukerfinu. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem byggir á nýnæmi varðandi notkun á endurnýjanlegri raforku, varma og koldíoxíð til að framleiða tilbúið eldsneyti úr vetni. Lokamarkmið verkefnisins er að koma upp í áföngum starfsemi sem dregur verulega úr kolefnisspori Íslands með framleiðslu á kolefnishlutlausu rafeldsneyti sem nýta má til að knýja hefðbundna brunahreyfla samgöngutækja, án breytinga, sem kemur í stað jarðefnaeldsneytis. Staðsetning verkefnisins á Grundartanga kemur til þar sem á því svæði er aðgangur að öllum þeim efnisstraumum sem verkefnið þarfnast, þ.e. koldíoxíð og glatvarmi frá iðnaðarstarfsemi á svæðinu og gott aðgengi að endurnýjanlegri raforku.

 

Framlag ráðuneytisins til verkefnisins nemur 50 m.kr. og byggir á þingsályktun frá 30. mars um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta