Hoppa yfir valmynd
29. júní 2020 Innviðaráðuneytið

Reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga í samráðsgátt

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga (nr. 1212/2015) hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 13. júlí nk.

Um er að ræða tillögu að breytingu á ákvæði 20. gr. reglugerðarinnar. Nokkur umræða hefur farið fram á sveitarstjórnarstiginu um ákvæði greinarinnar þar sem gagnrýnt hefur verið að byggðasamlag, sem ekki er í meirihluta eigu sveitarfélags, teljist ekki til eigna eða skulda í reikningsskilum samstæðu.

Lagt er til að ákvæðum greinarinnar verði breytt á þann veg að byggðasamlög í samanteknum reikningsskilum verði meðhöndluð á sama hátt og fyrirtæki sveitarfélags, þó þannig að notast skal við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins í byggðarsamlaginu við færslu eigna, skulda, tekna og gjalda í samanteknum reikningsskilum. Ákvæðið eigi við um hlutfallslega ábyrgð sama hversu mikil hún er.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta