Hoppa yfir valmynd
30. júní 2020 Heilbrigðisráðuneytið

​Lagabreyting varðandi vinnslu persónuupplýsinga samþykkt á Alþingi

Frumvarp heilbrigðisráðherra sem lýtur að vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og miðlun þeirra hefur verið samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu eru gerðar nauðsynlegar breytingar á ýmsum lögum sem heyra undir málefnasvið heilbrigðisráðherra og varða mikilvæg réttindi borgaranna þegar vinna þarf með viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem upplýsingar um heilsufar, til að veita örugga og góða heilbrigðisþjónustu.

Lagabreytingarnar sem hér um ræðir eru til komnar vegna nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 sem tóku gildi í júlí 2018. Með þeim var lögfest reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins 2016/679 sem leysti af hólmi tilskipun þess frá árinu 1995 um vernd einstaklinga í tengslum við  vinnslu persónuupplýsinga og miðlun slíkra upplýsinga. Við setningu laganna nr. 90/2018 voru gerðar lágmarksbreytingar á ákvæðum annarra laga þeim tengdum en ákveðið að hvert og eitt ráðuneyti myndi ráðast í frekari efnislega endurskoðun á ákvæðum laga sem falla undir málefnasvið hvers þeirra. Með frumvarpi heilbrigðisráðherra sem Alþingi samþykkti í gær hafa verið gerðar þær breytingar sem nauðsynlegar voru til að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga samræmist ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Breytingar eru gerðar á lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga, lögum um landlækni og lýðheilsu, sóttvarnalögum, lyfjalögum, lögum um sjúkratryggingar, lögum um lækningatæki og lögum um heilbrigðisþjónustu.

Markmið lagabreytinganna er að tryggja að þau lög sem um ræðir samrýmist nýrri persónuverndarlöggjöf og þar með persónuverndarreglugerð ESB sem Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða hér á landi með aðild sinni að EES-samningnum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 6. júlí 2018, nr. 154/2018.

 

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta