Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2020 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin kemur til móts við ófyrirséð útgjöld vegna snjóflóðs á Flateyri

Flateyri - mynd Mynd: iStock

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita Ísafjarðarbæ og stofnunum fjárstyrk úr almennum varasjóði til að mæta óvæntum og ófyrirséðum útgjöldum vegna brýnustu viðbragða og framkvæmda í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í janúar.

  • Ísafjarðarbær 25 m.kr.
  • Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra 1,9 m.kr.
  • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 1,3 m.kr.

Í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri var starfshópur á vegum forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaður og skilaði hann tillögum að 15 aðgerðum í byrjun mars til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð.  Ein af aðgerðunum miðar að því að koma til móts við kostnað vegna beinna aðgerða viðbragðsaðila, hreinsunarstarfs o.fl.  Í apríl var verkefnisstjórn skipuð til að fylgja eftir tillögunum 15 og er nú unnið að gerð stöðumats. Samráðshópur ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruhamförum fór heildrænt yfir kostnað sem tengja má neyðaraðgerðum á hamfarasvæðinu og naut þar stuðnings verkefnisstjórnar um framkvæmd og eftirfylgni aðgerða á Flateyri.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta