Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2020 Forsætisráðuneytið

Opnun Vínlandsseturs

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, opnaði í gær sýningu um landnám norrænna manna á Grænlandi og fund Ameríku löngu fyrir daga Kristófers Kólumbusar. Á sýningunni varpa ólíkir listamenn ljósi á ferðir forfeðra okkar til Grænlands og Vínlands.

„Öll þessi saga getur sagt okkur margt um hver við erum því maður kynnist einmitt sjálfum sér best í samskiptum við aðra. Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga snúast einmitt öðrum þræði um samskipti norrænna manna við þá sem bjuggu í þessum löndum,“ sagði forsætisráðherra við opnunina.

Sýningin, sem er með hljóðleiðsögn, er á efri hæð í Leifsbúð, gömlu vöru- og verslunarhúsi á fögrum stað við höfnina í Búðardal.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta