Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpaði rafrænan leiðtogafund Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi stóraukið atvinnuleysi, mikilvægi alþjóðasamstarfs og þess að standa vörð um réttindi launafólks og viðkvæmra hópa á rafrænum leiðtogafundi Alþjóðavinnumálastofnunnar sem fram fór í vikunni.  „Við verðum að vera meðvituð um það að réttindum minnihlutahópa, kvenna og barna er gjarnan fórnað fyrst þegar skóinn kreppir.“ Yfirskrift fundarins var heimsfaraldurinn og áhrif hans á launafólk víðsvegar um veröldina og efnahagslegar og félagslegar afleiðingar farsóttarinnar. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta