Nýtt þjóðleikhúsráð skipað
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð til næstu fimm ára. Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, verður formaður ráðsins skipaður án tilnefningar. Samkvæmt nýjum lögum um sviðslistir nr. 165/2019, sem tóku gildi 1. júlí, er þjóðleikhúsráð skipað fimm einstaklingum. Sviðslistasamband Íslands tilnefna þrjá fulltrúa en ráðherra skipar formann og varaformann.
„Þjóðleikhúsið á að vera framúrskarandi og leiðandi leikhús á Íslandi. Þjóðleikhúsráð gegnir því afar mikilvægu hlutverki og því er ánægjulegt að vera búin að skipa kraftmikið og drífandi fólk til næstu fimm ára.“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Auk Halldórs sitja í ráðinu: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri, sem varaformaður ráðsins skipuð án tilnefningar, Sjón – Sigurjón Birgir Sigurðsson tilnefndur af Sviðslistasambandi Íslands, Kolbrún Halldórsdóttir, tilnefnd af Sviðslistasambandi Íslands og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, tilnefnd af Sviðslistasambandi Íslands.
Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir og Magnús Árni Skúlason, skipuð án tilnefningar, Sigmundur Örn Arngrímsson tilnefnd af Sviðslistasambandi Íslands, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, tilnefnd af Sviðslistasambandi Íslands og María Ellingsen, tilnefnd af Sviðslistasambandi Íslands.