40 milljónum kr. úthlutað úr safnasjóði: Aukaúthlutun 2020
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu safnaráðs um að flýta aukaúthlutun úr safnasjóði og úthluta 37 styrkjum til safna, að upphæð alls 40.124.000 kr.
Opnað var fyrir umsóknir í maí sl. og bárust 30 umsóknir frá viðurkenndum söfnum. Að þessu sinni var úthlutunin eyrnamerkt til eflingar á faglegu starfi safnanna og var úthlutun sjóðsins flýtt vegna áhrifa COVID-19 á starfsemi safnanna.
„Við búum að fjölbreyttum, fróðlegum og skemmtilegum söfnum um allt land sem ég hvet landsmenn til að kynna sér og heimsækja. Umsóknir safnanna bera vitni um það gróskumikla miðlunar- og rannsóknarstarf sem þar er innt hendi og ég hlakka til að sjá afrakstur þessara verkefna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Meðal þeirra verkefna sem hljóta styrki að þessu sinni eru efling safnfræðslu Byggðasafns Árnesinga, uppbygging á ljósmyndavef Byggðasafns Reykjanesbæjar, QR-kóðun valinna safngripa í Grasagarði Reykjavíkur, upplýsingakerfi í grunnsýningum Náttúrufræðistofu Kópavogs og breyting á grunnsýningu Minjasafnsins á Akureyri.
Styrkirnir eru á bilinu 165.000 kr. til 1.500.000 kr.
Sjá nánar á vef safnaráðs.