Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fundur vísindamálaráðherra um rannsóknarsamstarf á norðurslóðum

Alþjóðlegum fundi vísindamálaráðherra um rannsóknasamstarf á norðurslóðum sem skipulagður er í samstarfi Íslands og Japan hefur verið frestað vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Til stóð að halda fundinn í Tókýó 20.-21. nóvember nk. en hann mun í staðinn fara fram dagana 8. og 9. maí 2021.

„F
undir vísindamálaráðherra eru mikilvægur vettvangur til þess að miðla þekkingu, ræða aðgerðir og ekki síst forgangsraða mikilvægum verkefnum. Öflug samvinna er lykill að árangri í ljósi sameiginlegra áskorana okkar vegna örra loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Samstarfið við Japan hefur gengið vel en sameiginleg leiðarljós okkar í þessu verkefni eru samvinna, þátttaka, gagnsæi og nýsköpun,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Í aðdraganda fundarins er lögð ríka áhersla á að virkja vísindasamfélagið og íbúa á norðurslóðum, til að fá fram þeirra sýn og sjónarmið sem geta nýst við mótun stefnu og aðgerða stjórnvaldaÞriðji kynningarfundur íslenskra og japanskra stjórnvalda vegna þessa fór fram á dögunum og voru þátttakendur um níutíu talsins frá 24 löndum, tveimur frumbyggjasamtökum og 11 rannsóknasamtökum og stofnunum.

Nánar má fræðast um fundinn og undirbúning hans á vefnum asm3.org.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta