Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2020 Forsætisráðuneytið

Embættistaka forseta Íslands

Íslenski fáninn blaktir við hún - mynd

Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Alþingishúsinu í dag 1. ágúst og hefst hún kl. 15.30. Ríkisútvarpið verður með beina útsendingu frá athöfninni í útvarpi og sjónvarpi og hefst útsending kl. 15.20.

Athygli er vakin á því að útsendingunni verður ekki varpað út á Austurvöll að þessu sinni og er sú breyting gerð í sóttvarnaskyni. Fólk sem vill fylgjast með athöfninni getur hins vegar gert það í gegnum útsendingu sjónvarps og útvarps. Af sömu ástæðum hefur helgistund í Dómkirkjunni verið aflýst sem og útgöngu forseta Íslands á svalir Alþingishússins. Í stað helgistundar í Dómkirkjunni mun biskupinn yfir Íslandi flytja blessunarorð við athöfnina í þingsal.

Dagskrá athafnarinnar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta