Hoppa yfir valmynd
4. ágúst 2020 Dómsmálaráðuneytið

Halldóra og Ingi skipuð í embætti héraðsdómara

Dómsmálaráðherra hefur skipað Halldóru Þorsteinsdóttur lektor í embætti dómara með fasta starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness frá 1. ágúst 2020. Ingi Tryggvason lögmaður hefur jafnframt verið skipaður í embætti dómara við sama dómstól frá 31. ágúst 2020.

Halldóra Þorsteinsdóttir lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 2010 og hefur síðan þá m.a. starfað sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands 2014-2017 og sem lektor við lagadeild Háskólans Reykjavík frá 2017. Þá hefur hún gegnt starfi formanns áfrýjunarnefndar neytendamála og ritað fræðigreinar á ýmsum sviðum lögfræðinnar.

Ingi Tryggvason lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1989 hefur m.a. starfað sem fulltrúi við Héraðsdóms Vesturlands 1994-1998 og á því tímabili verið í nokkur skipti settur héraðsdómari. Frá árinu 1999 hefur hann rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu og samhliða því sinnt ýmsum stjórnsýslustörfum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta