Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Önnur aðgerðaáætlun heilbrigðisstefnu lögð fyrir Alþingi

Alþingishúsið - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Fimm ára aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra um framkvæmd heilbrigðisstefnu hefur verið lögð fram á Alþingi. Aðgerðaáætlunin tekur til áranna 2021 – 2025. Fyrsta aðgerðaáætlunin var lögð fram í júní í fyrra, skömmu eftir að Alþingi samþykkti þingsályktun um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, en samkvæmt henni skal uppfærð aðgerðaáætlun til fimm ára lögð fyrir þingið ár hvert.

Framkvæmd heilbrigðisstefnu veltur á ýmsum þáttum sem kalla á skipulögð vinnubrögð og sameiginlegt átak allra hagsmunaaðila. Þar vega m.a. þungt starfsáætlanir heilbrigðisstofnana, innleiðing áætlunar embættis landlæknis um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu og meðfylgjandi fimm ára aðgerðaáætlun heilbrigðisráðherra sem tengja skal við fjárlagavinnu Alþingis á hverjum tíma og taka mið af helstu áskorunum og áhersluverkefnum í heilbrigðismálum.

Aðgerðaáætlunin hefur verið gefin út á skýrsluformi en er jafnframt aðgengileg sem þingskjal á vef Alþingis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta