Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2020 Forsætisráðuneytið

Stefnumótun og áætlanagerð Stjórnarráðsins styrkist

Ný könnun á stöðu stefnumótunar og áætlanagerðar innan Stjórnarráðsins gefur til kynna að tekist hafi að styrkja þessa þætti á undanförnum árum. Könnunin, sem var framkvæmd í desember 2019 og janúar 2020 er byggð á sama grunni og fyrri kannanir sem framkvæmdar voru árin 2015 og 2017. Þátttakendur í könnuninni voru ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar auk valinna sérfræðinga úr öllum ráðuneytum.

Helstu niðurstöður gefa til kynna að nauðsynlegt sé bæta innleiðingu og framkvæmd stefna og áætlana og styrkja eftirfylgni þótt sýnilegur árangur hafi náðst. Tvöfalt fleiri telja nú að líklegt sé að stefnur komist til framkvæmda en 2015. Jafnframt þarf að huga betur að samhæfingu og samræmingu innan og á milli ráðuneyta. Helstu veikleikarnir við stefnumótun og áætlanagerð eru takmarkaður tími og skortur á mannafla.

Stefnuráð Stjórnarráðsins er samhæfingar- og samráðsvettvangur innan stjórnsýslunnar til að efla og bæta getu hennar til stefnumótunar og stendur fyrir könnunum sem þessum. Með nýjum leiðbeiningaritum á síðasta ári um stefnumótun og áætlanagerð var stórt skref stigið í rétta átt þar sem nýtt efni var kynnt til leiks ásamt vinnublöðum. Stefnuráð hyggst uppfæra leiðbeiningarit sem gefið hafa góða raun við ólík svið stefnumótunnar og halda áfram með námskeið fyrir starfsfólk.

Staða stefnumótunar og áætlanagerðar innan Stjórnarráðsins

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta