Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2020 Forsætisráðuneytið

Sumarfundur ríkisstjórnarinnar á Hellu í dag

Ríkisstjórnin kom saman til fundarhalda á Hótel Læk, nærri Hellu á Rangárvöllum, í dag. Auk hefðbundins ríkisstjórnarfundar og vinnufundar ríkisstjórnarinnar átti ríkisstjórnin fund með fulltrúum sveitarfélaga í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Fjölmörg áherslumál sveitarfélaganna voru til umræðu á fundi ríkisstjórnar með fulltrúum sveitarfélaganna, m.a. samgöngumál, málefni heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila á svæðinu, fráveitumál, staða ferðaþjónustunnar, störf á landsbyggðinni, svo sem störf án staðsetningar, menningarmál, raforkumál og staða sveitarfélaga á Suðurlandi almennt í COVID-19 faraldrinum.

„Það er ánægjulegt að eiga þetta beina samtal við sveitarfélögin á svæðinu en það má segja að fulltrúar þeirra, eins og fulltrúar annarra sveitarfélaga, hafi staðið í framlínunni undanfarna mánuði og náð að aðlaga störf sín og þjónustu við almenning á undraverðum tíma að gjörbreyttum aðstæðum í samfélaginu,“ sagði forsætisráðherra að fundi loknum.  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta