Helstu skilmálar mögulegrar ríkisábyrgðar á lánsfjármögnun Icelandair Group
Fjármála- og efnahagsráðherra lagði í fyrradag fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir og frumvarp til fjáraukalaga, til að óska heimildar vegna fyrirhugaðrar ríkisábyrgðar á lánalínu Icelandair í tengslum við heimsfaraldur kórónuveiru. Fyrirgreiðslunni er ætlað að stuðla að áframhaldandi rekstri og tryggja að fullnægjandi árangur geti náðst í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en þingleg meðferð málanna hefst þegar Alþingi kemur saman í dag.
Ráðherra hefur undirritað yfirlit yfir helstu skilmála mögulegrar ríkisábyrgðar á lánsfjármögnun félagsins, þar sem fram koma skilyrði ríkisábyrgðarinnar. Skilmálar lánsfjármögnunar sem samþykktir hafa verið af félaginu og bönkunum sem standa að lánalínunni eru fylgiskjal með yfirlýsingunni. Þá upplýsti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að hún hefði í gær fallist á að ríkisábyrgðin samrýmdist ákvæðum EES-samningsins um ríkisaðstoð.
- Tilkynning ESA um að stofnunin hafi fallist á að ríkisábyrgðin samrýmist ákvæðum EES-samningsins um ríkisaðstoð
- Kynning fyrir fjárlaganefnd Alþingis frá 26. ágúst 2020