Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Endurnýjun myndgreiningarbúnaðar við Sjúkrahúsið á Akureyri

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Sjúkrahúsinu á Akureyri 71 milljón króna til endurnýjunar á myndgreiningarbúnaði sínum á þessu ári. Spítalinn fær enn fremur heimild til að taka þátt í útboði með Landspítala innan tveggja til þriggja ára til kaupa á nýju segulómtæki. Markmiðið með þátttöku í slíku útboði er að ná betri kjörum en ella.

Sjúkrahúsið mun kaupa segulómtækið sem það hefur yfir að ráða en er nú með á kaupleigu og verður tækið uppfært. Með þessu móti verður unnt að stytta rannsóknartíma í sumum rannsóknum og auka greiningarhæfni. Stefnt er að útboði á nýju segulómtæki með Landspítala árið 2023.

Auk þessa verður fjárheimildin nýtt til að kaupa einfaldara tölvusneiðmyndatæki, til viðbótar því sem fyrir er á sjúkrahúsinu. Með því eykst til muna öryggi á upptökusvæði Sjúkrahússins á Akureyri sem hefur þar með yfir tveimur sneiðmyndatækjum að ráða. Tölvusneiðmyndatæki er nauðsynlegur búnaður þegar um alvarleg slys er að ræða og því mikið öryggismál að tryggja að tækjabúnaður til sneiðmyndatöku sé ávallt til reiðu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta