Landsaðgerðaáætlun (NREAP) um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa - Framvinduskýrsla 2018
Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum hefur aukist ár frá ári, og er nú um 8,5% fyrir árið 2018 og er áfram stefnt á að ná takmarkinu um 10% fyrir árið 2020. Orkuskipti í samgöngum ganga vel á Íslandi þegar horft er til nýskráninga vistvænna bifreiða. Önnur hver nýskráð bifreið á Íslandi er rafmagns- eða tengiltvinnbifreið sem er með hæstu hlutföllum sem fyrirfinnast í heiminum. Til samanburðar er þetta hlutfall enn undir 10% í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri framvinduskýrslu Landgerðaráætlunar (NREAP).
Landsgerðaráætlun (NREAP) er liður í innleiðingu tilskipunar 2009/28/EC um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Sett eru mismunandi bindandi landsmarkmið sem Evrópuríki þurfa að ná fyrir árið 2020. Auk þess er undirmarkmið um 10% hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum fyrir árið 2020.
Framvinduskýrsla er birt á tveggja ára fresti og er hana að finna hér.