Hoppa yfir valmynd
1. september 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipað í tvær stöður skrifstofustjóra

Skipað hefur verið í tvö embætti skrifstofustjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti sem auglýst voru til umsóknar í vetur.

Björg Pétursdóttir er skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu framhaldsskóla og -fræðslu frá 1. september 2020. Björg hefur víðtæka þekkingu af málefnum framhaldsskólastigsins og hefur verið í leiðtogahlutverki í starfi sínu innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins síðan 2016. Hún hefur mikla reynslu af útfærslu og innleiðingu stefnumarkandi ákvarðana innan stjórnsýslunnar og hefur til að mynda komið að innleiðingu nýrra laga um framhaldsskóla og innleiðingu aðalnámsskrár framhaldsskóla. Björg hefur starfað í mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 2006.

Óskar Þór Ármannsson er skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála frá 1. september 2020. Óskar hefur viðamikla reynslu af stjórnun, rekstri og áætlanagerð bæði innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins og úr fyrra starfi sínu sem framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Hafnafjarðar. Óskar hefur meðal annars unnið að fjölmörgum lagafrumvörpum og gerð reglugerða, aðgerðaráætlunum og samningum við stofnanir, félög og einkaaðila. Óskar hefur starfað í mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 2007.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta