Hoppa yfir valmynd
3. september 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sértækir styrkir til íþrótta- og ungmennafélaga vegna COVID-19: 150 milljónum kr. úthlutað

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur tilkynnt um úthlutun sértækra styrkja til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19. Úthlutunin nemur rúmlega 150 milljónum kr. og kemur í kjölfar 300 milljóna kr. framlags ríkisins til íþróttahreyfingarinnar sem úthlutað var í maí.

„Margfeldisáhrif þessa stuðnings eru mikil fyrir fjölbreytt íþróttastarf í landinu. Íþrótta- og ungmennafélögin vítt og breitt um landið mikilvægu hlutverki, nú sem fyrr, við að efla lýðheilsu og stuðla að virkni iðkenda á öllum aldri,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

ÍSÍ skipaði vinnuhóp 25. mars sl. til að móta tillögur að skiptingu þeirra fjármuna sem renna frá ríkinu til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19. Þann 29. maí sl. voru síðan greiddar til 214 íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir kr. í almennri aðgerð, í samræmi við tillögur vinnuhópsins. Þann 26. maí sl. var auglýst eftir umsóknum vegna sértækra aðgerða frá sambandsaðilum og íþrótta- og ungmennafélögum sem höfðu orðið fyrir tapi eða tekjufalli vegna viðburða sem hætt var við á vormánuðum, vegna Covid-19. Ofangreindur vinnuhópur skilaði af sér tillögum 27. ágúst sl. og voru þær tillögur í framhaldinu samþykktar af framkvæmdastjórn ÍSÍ og mennta- og menningarmálaráðherra.

Nánari upplýsingar um úthlutunina má finna á vef ÍSÍ.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta