Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn um umsækjendur um embætti landsréttardómara
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í embætti dómara við Landsrétt sem auglýst var laust til umsóknar 19. júní 2020. Umsóknarfrestur var til 6. júlí 2020. Alls bárust sjö umsóknir um embættið en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka.
Niðurstaða dómnefndar er að Ástráður Haraldsson, Jón Höskuldsson og Ragnheiður Bragadóttir séu hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Landsrétt, og verði ekki gert upp á milli hæfni þeirra þriggja.
Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir og Óskar Sigurðsson.
Umsögn dómnefndar er að finna hér.