Hoppa yfir valmynd
11. september 2020 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Embætti forstöðumanns Náttúrufræðistofnunar Íslands auglýst laust til umsóknar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur auglýst embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands laust til umsóknar og er frestur til  að skila inn umsókn til og með 21. september.

Leitað er eftir leiðtoga með kraft og metnað til að vinna að markmiðum stofnunarinnar.  Náttúrufræðistofnun Íslands stundar m.a. undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði landsins og  annast skipulega heimildasöfnun um náttúru Íslands. Stofnunin hefur víðtækt vöktunar- og fræðsluhlutverk.

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til fimm ára í senn og hvetur ráðuneytið einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar um starfið er að finna á starfatorg.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta