Embætti forstöðumanns Náttúrufræðistofnunar Íslands auglýst laust til umsóknar
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur auglýst embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands laust til umsóknar og er frestur til að skila inn umsókn til og með 21. september.
Leitað er eftir leiðtoga með kraft og metnað til að vinna að markmiðum stofnunarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands stundar m.a. undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði landsins og annast skipulega heimildasöfnun um náttúru Íslands. Stofnunin hefur víðtækt vöktunar- og fræðsluhlutverk.
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til fimm ára í senn og hvetur ráðuneytið einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið.
Frekari upplýsingar um starfið er að finna á starfatorg.is