Húsnæðis- og byggingarmálaráðherrar Norðurlanda funduðu um grænni húsnæðis- og byggingariðnað
Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála Norðurlanda hittust á sérstökum fjarfundi 14. september, og ræddu um stöðuna á húsnæðis- og byggingarmarkaðnum. Voru ráðherrarnir sammála um að húsnæðis- og byggingariðnaðurinn á Norðurlöndum verði sjálfbærari og samkeppnishæfari í framtíðinni. Það mun meðal annars gerast með auknu norrænu samstarfi um hringrás í byggingariðnaði, samræmingu byggingarreglna og auknu samstarfi á vettvangi Evrópusambandsins.