Hoppa yfir valmynd
15. september 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Húsnæðis- og byggingarmálaráðherrar Norðurlanda funduðu um grænni húsnæðis- og byggingariðnað

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, fyrir fundinn með Gissuri Péturssyni, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins og Sigrúnu Dögg Kvaran, sérfræðingi í félagsmálaráðuneytinu. - mynd

Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála Norðurlanda hittust á sérstökum fjarfundi 14. september, og ræddu um stöðuna á húsnæðis- og byggingarmarkaðnum. Voru ráðherrarnir sammála um að húsnæðis- og byggingariðnaðurinn á Norðurlöndum verði sjálfbærari og samkeppnishæfari í framtíðinni. Það mun meðal annars gerast með auknu norrænu samstarfi um hringrás í byggingariðnaði, samræmingu byggingarreglna og auknu samstarfi á vettvangi Evrópusambandsins.

Hér má lesa ítarlega frétt um fundinn

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta