Hoppa yfir valmynd
17. september 2020

Ísland styður rannsókn á mannréttindabrotum í Hvíta-Rússlandi.

Húsnæði fastaráðs ÖSE í Vín. - myndStagiaireMGIMO / CC BY-SA (https://creativecommons.org/licenses/by-sa/4.0)

Ísland var í hópi 17 aðildarríkja ÖSE, sem settu í dag af stað skoðun sérfræðinga, til að rannsaka alvarleg mannréttindabrot og misnotkun fyrir og eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi 9. ágúst sl. Þetta var gert með því að virkja Moskvu-aðferðina-svokölluðu, sem gert er, þegar alvarleg ógn steðjar að mannréttindum og öryggi á ÖSE-svæðinu. Á fastaráðsfundi síðdegis í dag var fastafulltrúa Hvíta-Rússlands afhent bréf, undirritað af fastafulltrúum ríkjanna 17 aðildarríkja, þ. m. t. Íslands, þess efnis að ferlið hefði verið sett í gang.

Sérfræðinganefndin mun m. a. rannsaka ofsóknir og fangelsanir á hendur stjórnarandstæðingum, fjölmiðlafólki og verjendum mannréttinda, auk  pyntinga  og ómanneskjulegrar meðferðar á föngum og ofbeldis gagnvart friðsamlegu andófsfólki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta