Hoppa yfir valmynd
22. september 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýtt vefsvæði um mannréttindi á vef Stjórnarráðsins

Dómsmálaráðuneytið hefur birt endurnýjað og bætt vefsvæði um mannréttindi á vef Stjórnarráðsins. Þar er leitast við að tryggja auðvelt aðgengi að upplýsingum um mannréttindi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á því sviði.  

Á vefsvæðinu er finna alla helstu mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að ásamt gagnlegum upplýsingum tengdum hverjum samningi. Þar er einnig að finna upplýsingar um Mannréttindadómstól Evrópu og áherslur Íslands á mannréttindi í utanríkisstefnunni. Þá er sérstök síða tileinkuð allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi þar sem sjá má þau tilmæli sem Íslandi bárust við síðustu úttekt og hvort brugðist hafi verið við þeim. 

Hér má finna vefsvæði dómsmálaráðuneytisins um mannréttindi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta