Umsækjendur um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands
Tólf umsækjendur sóttu um embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 29. ágúst síðastliðinn.
Umsækjendur eru:
Bjarni Gautason, yfirverkefnisstjóri
Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri
Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýravistfræðingur
Guðmundur Guðmundsson, staðgengill forstjóra NÍ
Höskuldur Þór Þórhallsson, héraðsdómslögmaður
Kristján Geirsson, verkefnastjóri
Rannveig Guicharnaud, verkefnastjóri
Snorri Sigurðsson, líffræðingur
Starri Heiðmarsson, sviðsstjóri
Tom Barry, framkvæmdastjóri
Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður
Valnefnd sem skipuð hefur verið af umhverfis- og auðlindaráðherra mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.