Hoppa yfir valmynd
30. september 2020 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2021.

Framlög til sveitarfélaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts árið 2021

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða heildarúthlutun framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2021, sbr. reglugerð, nr. 80/2001 með síðari breytingum. Á grundvelli áætlunar um tekjur sjóðsins á árinu 2021 nemur áætlað ráðstöfunarfjármagn sjóðsins til greiðslu framlaganna 4.206,4 m.kr. Jöfnunarsjóður greiðir sveitarfélögum framlög fyrirfram sem nema 60% af áætluðum framlögum ársins eða um 2.523,8 m.kr. Greiðslan er innt af hendi með fimm jöfnum greiðslum mánuðina febrúar til júní.

Uppgjör framlaganna á árinu 2021 fer fram mánuðina, júlí, ágúst og september á grundvelli upplýsinga frá Þjóðskrá Íslands um álagningarstofna fasteignaskatts frá 31. desember 2020, upplýsinga um álagningarhlutföll fasteignaskatts á árinu 2021 og upplýsinga um veitta afslætti sveitarfélaga af fasteignaskatti á árinu 2021. 

Við uppgjör á skatttekjum ríkissjóðs í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna ársins 2019 kom í ljós að sjóðurinn hafði fengið ofgreiðslu er nemur tæpum 560 m.kr. Uppgjör vegna þess hluta er tengist framlögum til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts fer fram á árinu 2021 og lækka framlögin því um 345 m.kr. á árinu.

Áætluð framlög til útgjaldajöfnunar fyrir árið 2021

Áætluð útgjaldajöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga munu nema alls 9.150 m.kr. árið 2021. Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar þess efnis, sbr. b. liðar 12. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, að fjárhæð 9.150 m.kr.

Til úthlutunar nú koma 8.350 m.kr. samkvæmt A-hluta framlaganna og 575 m.kr. samkvæmt B-hluta framlaganna vegna skólaaksturs úr dreifbýli eða samtals 8.925 m.kr. Í desember koma til úthlutunar 175 m.kr. til viðbótar vegna skólaaksturs úr dreifbýli á grundvelli umsókna sveitarfélaga vegna íþyngjandi kostnaðar við aksturinn á árinu. Jafnframt er áætlað að 50 m.kr. verði úthlutað á árinu 2021 vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk úr dreifbýli.

Áætlunin verður tekin til endurskoðunar í apríl 2021 á grundvelli íbúafjölda 1. janúar 2021. Framlögin verða greidd til sveitarfélaga mánaðarlega en 10 prósentum er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfjármagn sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember 2021.

Um er að ræða 900 m.kr. hækkun frá áætlun framlaganna á árinu 2020.

Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2021, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 351/2002, að fjárhæð samtals 9.780 m.kr. Þar af eru 60 m.kr. vegna áætlaðs uppgjörs framlaga ársins 2019.

Áætlunin verður tekin til endurskoðunar í febrúar 2021 á grundvelli íbúafjölda 1. janúar 2021, endanlegs álagningarstofns útsvars vegna ársins 2019 og  endurskoðunar á áætluðum útsvarstekjum sveitarfélaga á árinu 2020.

Framlögin koma til greiðslu mánaðarlega og taka mið af innkomnum tekjum sjóðsins af 0,77% hlutdeild hans í staðgreiðsluskilum viðkomandi mánaðar. 

Athygli er vakin á því að erfitt er að spá fyrir um skatttekjur ríkissjóðs og áætla hverjar útsvarstekjur sveitarfélaga verða á næsta ári. Því kunna þær heildarfjárhæðir sem varið er til þessara framlaga að breytast.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta