Hoppa yfir valmynd
2. október 2020 Forsætisráðuneytið

Óbreytt landamæraskimun til 1. desember

Ríkisstjórnin hefur ákveðið óbreytt fyrirkomulag skimana vegna COVID-19 á landamærum til 1. desember, nema að tilefni gefist til endurskoðunar fyrr. Byggist sú ákvörðun á stöðu faraldursins hér innanlands og erlendis og öðrum viðmiðum sem sóttvarnalæknir hefur sett fram, s.s. stöðu skimana fyrir sjúkdómnum í samfélaginu, alvarleika sjúkdómsins, getu  heilbrigðiskerfisins, annarra sóttvarnaráðstafana o.s.frv. Fyrir 1. desember verði fyrirkomulagið metið að nýju með hliðsjón af viðmiðum sóttvarnalæknis. Þá verði starfi vinnuhóps heilbrigðisráðuneytis um viðurkenningar vottorða frá tilteknum ríkjum hraðað eins og kostur er. Þá eru til skoðunar ýmsar tillögur um leiðir til að greiða fyrir ferðum um landamæri sem verða metnar af stýrihópi ráðuneytisstjóra og sóttvarnaryfirvöldum. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta