Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði heilbrigðismála lausir til umsóknar
Auglýst er eftir umsóknum um styrki af safnliðum fjárlaga frá íslenskum félagasamtökum vegna verkefna á sviði heilbrigðismála. Að þessu sinni leggur heilbrigðisráðherra áherslu á að styrkja verkefni sem lúta að endurhæfingu og langvinnum verkjum. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, mánudaginn 2. nóvember 2020.
Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið.
Einungis er tekið við rafrænum umsóknum. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir á rafrænum eyðublöðum er að finna á umsóknarvef Stjórnarráðsins; http://minarsidur.stjr.is
Úthlutun fer fram einu sinni á ári og eru veittir styrkir til verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn.
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 2. nóvember 2020.
Úthlutað verður eigi síðar en 1. febrúar 2021.
Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti lýkur verður ekki tekin til umfjöllunar.