Sautján sóttu um embætti dómenda við Endurupptökudóm
Þann 1. desember n.k. tekur Endurupptökudómur til starfa. Endurupptökudómur er sérdómstóll sem hefur það hlutverk að skera úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Dómsmálaráðherra skipar fimm dómendur í Endurupptökudóm, þar af þrjá, ásamt jafnmörgum varamönnum, tilnefnda af hverju hinna þriggja dómstiga. Í embætti tveggja dómenda, og jafnmargra til vara, er skipað að undangenginni auglýsingu og umsögn dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara.
Þann 18. september 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar embætti tveggja dómenda og tveggja varadómenda við Endurupptökudóm og rann umsóknarfrestur út þann 5. október sl. Umsækjendur eru:
- Árni Ármann Árnason, lögmaður
- Árni Vilhjálmsson, lögmaður
- Ásgeir Jónsson, lögmaður
- Eiríkur Elís Þorláksson, dósent og forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík
- Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor
- Finnur Vilhjálmsson, saksóknari
- Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður
- Haukur Örn Birgisson, lögmaður
- Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður
- Jón Auðunn Jónsson, lögmaður
- Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri
- Reimar Pétursson, lögmaður
- Sigurður Jónsson, lögmaður
- Stefán Geir Þórisson, lögmaður
- Tómas Hrafn Sveinsson, lögmaður
- Tómas Jónsson, lögmaður
- Þyrí Steingrímsdóttir, lögmaður
Skipað verður í embættin frá 1. desember 2020.