Hoppa yfir valmynd
8. október 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Áform um endurskoðun sóttvarnalaga birt til umsagnar

Heilbrigðisráðherra hefur birt til umsagnar í samráðsgátt áform um endurskoðun sóttvarnalaga. Áformin eru unnin af starfshópi heilbrigðisráðherra sem vinnur að endurskoðun laganna. Umsagnarfrestur er til 21. október næstkomandi. Ráðherra áætlar að mæla fyrir frumvarpi að endurskoðuðum sóttvarnalögum á Alþingi í janúar næstkomandi.

Vinna starfshópsin felur í sér endurskoðun á IV. kafla laganna um opinberar sóttvarnaráðstafanir, og eftir atvikum á öðrum ákvæðum laganna, á grundvelli fenginnar reynslu. Lagt verður til að skýra betur þau úrræði sem sóttvarnalæknir og ráðherra geta gripið til vegna hættu á farsóttum og hættu á útbreiðslu smits. Einnig verður fjallað um atriði sem varða réttaröryggi borgarinna og leiðir til að tryggja það betur, svo sem með rétti til að kæra ákvarðanir til æðra stjórnvalds og fá úr þeim skorið hjá dómstólum. Um þessi atriði og fleiri er fjallað í álitsgerð Páls Hreinssonar um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana.

Í áformum um fyrirhugaða lagasetningu sem nú eru til umsagnar er gerð grein fyrir úrlausnarefninu sem endurskoðun sóttvarnalaga felur í sér, markmið og leiðir, helstu spurningum varðandi samræmi við stjórnarskrá og þjóðarrétt sem þarf að skoða og fleiri atriði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta