Hoppa yfir valmynd
9. október 2020 Forsætisráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Áhrif sóttvarna á þróun COVID-19 faraldurs rannsökuð

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fimm milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til rannsóknar á áhrifum sóttvarnaaðgerða á þróun COVID-19 faraldursins. Hópur vísindamanna við Háskóla Íslands munu standa að rannsókninni en sami hópur hefur á undanförnum mánuðum unnið að gerð tvenns konar spálíkana, í samvinnu við Embætti landlæknis og Landspítala, til að sjá fyrir þróun faraldursins hér á landi og áhrif á heilbrigðiskerfið, og hafa spálíkönin verið birt á vefsíðunni covid.hi.is.

Rannsóknir á því hvaða samsetning samfélagslegra aðgerða henti best til að takast á við faraldurinn hafa upp á síðkastið fengið aukið vægi í umræðunni. Slíkar rannsóknir miða að því að geta dregið upp sviðsmyndir um framgang faraldursins út frá mismunandi samsetningu aðgerða í því skyni að finna hentuga samsetningu þeirra svo lágmarka megi fjölda smita eða skoða hvaða áhrif það hefði að draga úr tilteknum aðgerðum.

Hópurinn sem unnið hefur að gerð áðurnefndra spálíkana telur að þessi nálgun geti verið gagnleg hér á landi og þess virði að taka þátt í að þróa áfram í samstarfi við vísindamenn sem staðið hafa að sambærilegri finnskri rannsókn. Unnt væri að aðlaga sértækar aðgerðir á Íslandi að finnska líkaninu, s.s. með tilliti til landamæraskimunar, mismunandi útfærslna af smitrakningu og annarra samfélagslegra aðgerða.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta