Hoppa yfir valmynd
9. október 2020 Forsætisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimildarmynd um heimkomu handritanna

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita eina milljón króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til gerðar heimildarmyndar um heimkomu handritanna en í apríl næstkomandi verða 50 ár liðin frá því Íslendingar fengu afhent fyrstu handritin frá Danmörku eftir tæplega 70 ára baráttu fyrir því að þeim yrði fundinn varðveislustaður á Íslandi. Af þessu tilefni hyggst Ríkisútvarpið sýna nýja heimildarmynd um þennan merka viðburð. Myndin er framleidd af Ríkisútvarpinu en gerð fyrir tilstuðlan Vina Árnastofnunar, áhugamannafélags sem vinnur að framgangi stofnunarinnar og kynningu á hlutverki hennar í samtímanum. Gert er ráð fyrir að myndin verði allt að 50 - 60 mínútur og sýnd að kvöldi 21. april 2021. Þá er ráðgert að myndin verði boðin til sýninga utan Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta